Erlendur Einarsson

f. 30. mars 1921 - d. 18. mars 2002

Međ Erlendi Einarssyni er genginn einn af styrkustu máttarstólpum samvinnuhreyfingarinnar á síđari hluta 20. aldar. Hann var fćddur inn í ţessa hreyfingu í litlu ţorpi, Vík í Mýrdal, og óx upp međ henni uns honum voru falin fremstu trúnađarstörf sem forstjóra SÍS 34 ára ađ aldri. Ţá hafđi hann aflađ sér fjölţćttrar menntunar á viđskiptasviđi heima og erlendis og gegnt starfi framkvćmdastjóra Samvinnutrygginga um átta ára skeiđ. Erlendur hafđi ţannig ágćtt vegarnesti til ađ takast á viđ stór viđfangsefni og var líka falinn mikill trúnađur. Lengst af ţeim tíma sem hann gegndi forstjórastarfi var Samband íslenskra samvinnufélaga stórveldi á íslenskan mćlikvarđa og átti Erlendur vafalaust drjúgan ţátt í vexti ţess og velgengni lengst af starfstíma síns.

Erlendur var hugsjónamađur og leit á samvinnuhreyfinguna sem tćki í almannaţágu til ađ sigrast á erfiđleikum og fátćkt. Í ćsku kynntist hann kröppum kjörum fólks í heimahögum sínum ţar sem hann starfađi unglingur innanbúđar í Kaupfélagi Skaftfellinga. Kreppa fjórđa áratugarins setti ţá mark sitt á kjör sveitafólks sem annarra og mjög reyndi á kaupfélögin og önnur samtök bćnda. Ekki er ólíklegt ađ Erlendur hafi á fyrstu starfsárum innan viđ tvítugt lćrt nokkuđ af Sigurjóni Kjartanssyni sem ţá var kaupfélagsstjóri í Vík og stýrđi félaginu af festu í gegnum brimgarđ mikilla erfiđleika. Í minningargrein í Morgunblađinu 1970 segir Erlendur m. a.: "Sigurjón Kjartansson var glćsimenni, myndarlegur á velli, prúđur í framgöngu og yfirlćtislaus en bar ţá svipmót ađalsmanns." Nú finnast mér ţessi orđ eiga sem best viđ Erlend sjálfan.

Ţađ mátti teljast sjálfgefiđ ađ Erlendur skipađi sér í rađir Framsóknarmanna í stjórnmálum, enda taldist ţađ til róttćkni á hans heimaslóđ ţar sem fylgi manna skiptist milli tveggja flokka og hart var tekist á um hverja sál. Hinsvegar var Erlendur ekki áberandi á stjórnmálavelli og kunni ţar vel ađ fara međ löndum. Ég hygg ađ ţađ hafi einnig einkennt viđhorf hans til alţjóđaviđskipta á árum kalda stríđsins.

Ţótt fjármálaumsýsla og viđskipti fylltu daginn lengst af hjá Erlendi rćktađi hann ýmis áhugamál á menningarsviđi og sótti andlega nćringu ekki síst á vit tónlistar. Hann studdi dyggilega viđleitni til bćttrar ađstöđu fyrir tónmennt í landinu og ţau hjón veittu börnum sínum tćkifćri til rćkta hćfileikana á ţví sviđi. Ţađ er í anda foreldranna ađ dóttirin Edda hefur um árabil heimsótt Kirkjubćjarklaustur og haldiđ ţar tónleika.

Ţótt kynni okkar Erlendar yrđu ekki náin fylgdist ég sem ađrir međ störfum hans og mat mikils mannkosti hans og framgöngu. Kona hans Margrét, sem veriđ hefur stođ og stytta á heimili ţeirra hjóna, er náin frćnka mín, mćđur okkar systur frá Ţykkvabć í Landbroti. Sá frćndgarđur hefur fćrst nćr sem árin líđa.

Ađ bóndanum gengnum vottum viđ Kristín eiginkonu og afkomendum samúđ og ţökkum störf Erlendar og framlag til íslensks samfélags.

Hjörleifur Guttormsson

 


Til baka | | Heim