Hjörleifur Guttormsson | 16. mars 2013 |
Kárahnjúkavirkjun og eyðileggingin á Lagarfljóti Þær fregnir sem nú berast um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts og landbrot fram með fljótinu staðfesta það sem gagnrýnendur virkjunarinnar vöruð sterklega við í aðdraganda framkvæmda. Er þar þó aðeins um lítið brot að ræða af þeim náttúruspjöllum sem virkjunin í heild hefur í för með sér. Álver Alcoa á Reyðarfirði er önnur hlið á sama teningi og hvað áhrif þess snertir, umhverfisleg og samfélagsleg, gildir það sama að þau eru aðeins að hluta til komin fram, m.a. áhrif langtíma mengunar á fólk og umhverfi í Reyðarfirði. Ég fjallaði um þessar stóriðjuframkæmdir í fjölda greina á öllum stigum undirbúnings. Það sem tilfært er orðrétt hér á eftir er tekið úr formlegum athugasemdum mínum 14. júní 2001 til Skipulagsstofnunar vegna matsskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Gífurleg óafturkræf umhverfisspjöll Í upphafi athugasemda minna sagði eftirfarandi: Vatnalíf og vatnaflutningar „Ítarleg skýrsla [S35: Vatnalífríki á virkjanaslóð] er eitt af bakgögnum matsskýrslu og af lestri hennar verða fyrst ljós þau víðtæku neikvæðu áhrif sem virkjunin myndi hafa á vatnalífríki og nytjar af því, bæði fyrir dýrastofna og veiði. Þar sem rannsóknir að baki skýrslunni byggja flestar á punktmælingum eins sumars eru þær eðlilega takmarkaðar og mikið vantar á að vistfræðileg heildarmynd af fyrirhugaðri röskun vegna virkjunarinnar liggi fyrir. ... Mikil miðlunarlón ásamt flutningi Jökulsár á Dal yfir í Lagarfljót og flutningi meirihluta vatnsins úr Kelduá yfir í Jökulsá í Fljótsdal gerir þessa virkjunarhugmynd einstæða í neikvæðum skilningi og varhugaverðari en áður hefur komið til umræðu hérlendis. Að því er varðar bæði stórfljótin, Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal, sem og fyrir Kelduá, eru ráðgerðir vatnaflutningar mjög neikvæðir, bæði að því er lífríki og áhrif á útlit varðar. Ekki síst á þetta við um Lagarfljót. Slíkum vatnaflutningum ætti skilyrðislaust að hafna hérlendis, en með byggingu Kárahnjúkavirkjunar væri fordæmi gefið sem ekki sæi fyrir endann á. ... Áhrifin á Lagarfljót og umhverfi Í umsögn minni 2001 vitnaði ég til ýmissa þátta í matsskýrslu Landsvirkjunar m.a. eftirfarandi um verndargildi fljótsins : “Verndargildi Lagarfljóts er á heildina litið í meðallagi og er hærra en ella vegna þess að í því finnast allar þrjár íslensku laxfiskategundirnar, bleikja urriði og lax, auk hornsílis.“ Um þetta sagði ég orðrétt: Hjörleifur Guttormsson |