Minnispunktar um Evrópusambandið

(Júlí 1994)

 

* ESB er kerfi sem gerir fjölþjóðafyrirtækjum, bönkum og fyrirtækjum almennt fyrirtæki hærra undir höfði en nokkurt evrópskt samfélag hefur áður gert.

* Frelsi fyrir hvern? Frelsi fyrir markaðsöflin. Þeir sem missa frelsi til aðgerða er samfélagslega stofnanir, jafnt þjóðlegar og í minni eininum (sveitarfélög).

* Dæmi um frjálst vöruflæði: 1) Blóðefni (efni unnin úr blóði) óháð landmærum og heilbrigðiskröfum. 2) verslun og einkaleyfi með erfðaefni óháð áhættu (siðræn, líffræðileg).

* Andstæðan við altækt markaðsflrelsi ESB er skert frelsi ríkisstjórna, þjóðþinga og sveitarstjórna. Frelsi kjörinna stofnana er forsenda þess að lýðræði (folekstyre) geti verið virkt.

* Andstaðan við innri markað ESB byggir á fjórum þáttum:

stærðinni, reglufrumskógi, forgangi markaðslausna á kostnað félagslegra sjónarmiða og gífurlega ólíkum stöðlum og aðstæðum á vinnumarkaði.

* ESB er varðhundur fyrir fjórfrelsið svonefnda, - frelsi fjármagns og fyrirtækja. Það sviptir einstakt aðildarríki rétti til að ganga lengra en önnur á einstökum sviðum, m.a. í félagsmálum og umhverfismálum. Lægsti samnefnari verður meginregla.

* Meginvandinn með markað ESB er að hann spannar yfir gífurlega ólíkar aðstæður og staðla á vinnumarkaði. Þannig er unnt að nota lág laun og léleg vinnuskilyrði sem ávinning í samkeppni (konkurrance-fortrinn). Verður enn alvarlegra þar sem fjöldaatvinnuleysi ríkir. Hver treður skóinn niður af öðrum.

* ESB er ekki ætlað að stýra fjármagni heldur veita því óheft frelsi. Spurning um ESB er ekki að meginefni um þjóðríki eða þjóðernishyggju, heldur um lýðræði; þ.e. hvort fyrirtæki, fyrst og fremst stórfyrirtæki, eða samfélagið í heild eigi að vera hornsteinar.

* ESB, EES og einnig GATT þvinga opinbera stefnu inn á eitt og sama spor. Sagt er að aðeins ein leið sé fær, leið óhefts markaðar. Þessi stefna skapar langtum fleiri félagsleg vandamál en hún leysir. Þetta er einskonar nýfrjálslynd nauðhyggja (fundamentalismi).

* Gundvöllur innri markaðar ESB er að efnahagsstarfsemi skuli eiga sér stað þar sem hún sé hagskvæmust. Frjáls samkeppni og og hagkvæmni stórrekstrar eigi að tryggja þá niðurstöðu.

Dæmi: Í stað 2200 lyfjafyrirtækja í ESB sjá menn fyrir sér 60.

* Opinber þjónustufyrirtæki þyrnir í augum ESB. Standa undir jöfunaraðgerðum. †mist stefnt að því að leggja þau niður eða "opna fyrir samkeppni" Þannig eykst mismunun milli þéttbýlis og dreifbýlis, höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

* Í hugmyndafræði ESB er óheft samkeppni og gróði (á mælikvarða ársreikninga) grundvöllurinn fyrir skipulag alls samfélagsins. Fyrir eigendurna segja ársreikningarnir hvort áframhaldandi rekstur sé skynsamlegur. En gildir sama svar fyrir starfsmenn, byggðarlagið, landið eða jörðina sem heild?

* Bókhald fyrirtækja eða samfélagslegt bókhald.

Kostnaðurinn við að leggja niður fyrirtæki. Láta fjárfestingar í húsum og hafnarmannvirkjum drabbast niður og fólk flytja á brott. Á sama tíma þarf að verja háum upphæðum til að koma því fyrir og skapa vinnu á þenslusvæðum.

* Samkeppni og félagsleg vandamál. Ekkert bendir til þess að samfélög í Evrópu leysi sín félagslegu vandamál með samkeppni sem lausnarorð. Sjáið atvinnuleysið nú 11% á ESB-svæðinu.

Vitleysan við ESB-kerfið er

- að félagslegir þættir eru settir í þriðja sæti á eftir samkeppni og hagkvæmniskröfum.

- að fyrirtæki og fjármálastofnanir eiga að vera ráðandi í samfélagsbyggingunni.

- að óheft samkeppni á að ráða hvaða fyrirtæki fái að lifa.

- að ekkert er hugsað um hvað gerist ef aðeins þeir sem spjara sig á markaðnum fá að lifa. Hvað um hina?

* Fólk og byggðarlög eru gefin guði á vald í þessari samkeppni fyrirtækjanna. Bannað er að grípa inn í markaðslögmálin og hrófla við rétti hins sterkasta? Hvað um hina veikari?

* Kjarni umræðunnar um ESB snýst um lýðræði. Hvort á að ráða stórfyrirtæki eða samfélagið sem heild?

Það eru lýðræðislega skipulögð samfélög sem eiga að vera hornsteinar í Evrópu framtíðarinnar, ekki fjölþjóðafyrirtæki eða aðrar efnahagsblokkir.

Þessi samfélög þurfa að vera langtum fámennari en 360 miljón manna slengi eins og ESB.

Alþjóðasáttmálar, gjarna á heimsvísu, eiga að setja ramman um gagnkvæm samskipti.

Tillit til samkeppni fyrirtækja má ekki yfirgnæfa aðra samfélagsþætti í slíkum sáttmálum, sem þyrftu að vera andstæða GATT-skrímslisins.

• Stýring á fjármagni ekki til staðar hjá ESB.

Talsmenn aðildar, einnig sósíaldemókratar, segja: "Ekki er lengur hægt að stýra fjármagni eftir þjóðríkjum. Við verðum að gerast ESB-aðilar til að ná tökum á því þar sem við höfum mist stjórn á í þjóðríkinu."!

Helstu bein stjórtæki gagnvart fjármagni eru:

*gjaldeyrisstjórn, *fjárfestingarstjórn, * leyfisveitingar (konsessjónslög), eftirlit með sameiningu fyrirtækja (fúsjónskontról), *bein stýring lánveitinga, *önnur markaðsinngrip, *stjórn gegnum opinbera eignaraðild.

Óbein stjórntæki: *gegnum fjármála- og lánastarfsemi, *með byggða- og atvinnumálastefnu, *með rammalögum um rekstur fyrirtækja.

ESB hefur ekki beitt neinum af þessum stjórntækjum nema eftirliti með sameiningu fyrirtækja (í litlum mæli) og ekkert bendir til að fyrirhugað sé að taka þau í brúk.

Prinsípið um frjálsar fjármagnshrefingar þýðir að fjármálaráðherrar landana missa úr sínum höndum miklilvæg stjórntæki: Sjórn á vöxtum innanlands (eftirlit með banka- og lánastofnunum úr sögunni). Atvinnuleysi verður aðeins unnt að bregðast við með fjármálastefnu, þ.e. gegnum fjárlög ríkisins.

• Fjármagnsflutningar og gjaldeyrisspekúlasjónir.

Frjálsir fjármagnsflutningar er einn af fjórum hornsteinum ESB-markaðarins.

Yfir 97% af peningum (fjármagni) sem daglega eru fluttir yfir landamæri hafa engin tengsl eða samhengi við raunverulegan efnahag, hvorki verslun eða fjárfestingar. Þetta eru hrein og klár auðgunarviðskipti (spekúlasjónir) til að reyna að hagnast á breytingum á gjaldeyrisstöðu.

Í ókyrrðinni (kaosinu) á gjaldeyrismörkuðum haustið 1993 (sem rústaði gjaldeyriskerfi ESB) græddu vissir bankar og gjalseyrisspekúlantar sem svarar 320 miljarða Íkr á einni nóttu.

Allt veldur þetta óstöðugleika í efnahagskerfi heimsins, sem einnig talsmenn kapítalismans hafa áhyggjur af.

Gjaldeyrisspekúlantar kaupa og selja gjaldeyri fyrir meira en tíuþúsund miljarða króna hvern einasta dag!

•Maastricht-samningurinn.

ESB-lönd sem vilja gerast aðilar að efnahags- og peninga-samstarfinu (ØMU) verða að uppfylla eftirtalin skilyrði:

*Fjárlagahalli verður að vera undir 3% ad VÞF.

*Ríkisskuldir verða að vera minni en 60% af VÞF.

*Verðbólga verður að vera minni en 1,5% yfir meðaltal þeirra 3ja landa sem lægsta hafa verðbólgu, *Vaxtastig verður að vera lægra en 2%-stig yfir meðaltal þeirra þriggja landa sem hafa lægst vaxtastig, *Skráning gjaldmiðils má sveiflast innan þeirra marka sem EMS-gjaldeyrissamstarfið byggir á.

Fá ESB-löng eru tilbúin undir ØMU-samstarfið (1990 aðeins þrjú, 1991 eitt, 1992 ekkert!). Peninga-samstarfið sprakk haustið 1993.

Vandkvæði ESB er að fljótandi gjaldmiðlar aðildarríka grafa undan sameiginlegum markaði og peningasamstarfið mun því hverfa út í blámanna aftur og aftur svipað og gerðist 1992 og 93. Svo lengi sem gjaldmiðlarnir eru ekki njörfaðir fastir innbyrðis munu spekúlasjónsöflin ráðast á gjaldmiðlana sem eiga í mestum erfiðleikum gagnvart peningasamstarfinu. Því lengra sem ESB er komið á leið til peningasambands, þeim mun meiri gróðavon er af velheppnuðu gjaldmiðlabraski.

Peningasamband Maastricht-sáttmálans afhendir sameiginlegum seðlabanka forsjá peningastefnunnar. Bankinn á að starfa alveg óháð hverskyns pólitískri stjórnun og á að sjá um að verðlag haldist sem stöðugast. Hvorki ríkisstjórnir eða stofnanir ESB eiga að geta blandað sér í störf bankans.

Stjórn seðlabankans er í höndum 6 bankastjóra og 12 seðlabankastjóra aðildarríkjanna.

Peningasamband getur hæglega snúist í andhverfu sína ef því er þröngvað upp á lönd sem hafa mjög ólíkan efnahag og þróun. Þá getur ESB valdið hruni á sveikum svæðum, landshlutum og ríkjum svipað og í Austur-Þýskalandi 1989. Grundvöllinn fyrir peningasamband verður að leggja smeð hægfara nálgun á efnahag hinna 12 ríkja. Það sem ESB stefnir að er "frjálsræði" (liberalisering) eða "opnun" (deregulering) hagkerfanna svipað og Tatscher gerði í Bretlandi eftir 1979 - en nú í mestallri Vesturevrópu.

Eina ráðið sem ESB gæti gripið til gen "efnahagssjokki" þegar ekki er hægt að samræma verðgildi gjaldmiðla í peningasambandinu væri að færa mikið fjármagn á milli til landa sem verða fyrir sjokki. En til þess þyrftu fjárlög bandalagsins a.m.k. að tífaldast frá því sem nú er og til þess er enginn pólitískur vilji innan neins ESB-ríkis.

ESB er eina "ríki" í heimi sem hefur bundið kapítalisma frjálsrar samkeppni (frikonkurransekapitalisme) í stjórnarskrá sína (Rómarsáttmálann).

• Afvopnun hugmyndafræðinnar.

ESB stendur í stríði við allt sem verkalýðshreyfingin hefur staðið fyrir (í Noregi). ESB setur markað í staðinn fyrir stjórn, veikir verkalýðshreyfinguna og eykur bilið milli ríkra og fátækra, milli valds og máttleysis.

Með ESB er markaðssamkeppni gerð að grundvelli samfélagsins meira en nokkuð annað.

EES er markaðsfrjálhyggjuhluti ESB-fyrirbærisins og svarar í raun til innri markaðar ESB.

Maastricht-sambandið bætir ekki að neinu leyti úr slagsíðu innri-markaðarins. Hugsanlegt peningasamband breytir engu um markaðsfrelsið. Efnahagssamband sem samræmingu ríkisfjárlaga þýðir heldur enga stefnubreytingu ESB-kerfisins svo lengi sem allar ríkisstjórnir ESB-landa - sósíaldemókratískar jafnt sem borgaralegar - leita fyrst og fremst og af ákefð markaðslausna á öllum stjórnunarþáttum.

Alþjóðlegt stórkapítal blæs út sem aldrei fyrr. - Þetta er ekki notað af verkalýðshreyfingu til að búa verkafólk til andstöðu við hervirki auðmagnskraftanna á framleiðslustarfsemina, heldur nánast þvert á móti!

ESB er ekki hugsað til að stjórna auðmagninu heldur þvert á móti. Evrópskt auðmagn hefur stiðlað að öllum meiriháttar breytingum innan ESB, allt frá Rómarsáttmálanum til Maastricht.Það er .ess vegna sem ESB skortir alveg tæki til að stjórna fjármagnsöflunum. Það er þessvegna sem fjármagnsöflin ráða ferðinni í Brussel. Það er þessevgna sem sósíaldemókratar eru enn vanmáttugri í Brussel en heimafyrir.

• Baráttan um vinnuna.

EES og ESB ógna atvinnuöryggi með tvennu móti: * samkeppni á innri markaðinum, *upplegginu að enfnahags- og peningasambandi.

ESB býður ekki á neina aðra lausn gegn atvinnuleysi en að keppa að efnahagsvexti á ný.

ESB mun fá samkeppnishæfari fyrirtæki af því að hin veiku falla í valinn þúsundum saman, af því að aðeins hin sterku lifa af hina nýju harðandi samkeppni.

Aukin samkeppni þýðir hraðari breytingar, fleiri uppsagnir, lengri leið til vinnu, meira veikindagreiðslur (uføretrygding), fleiri á eftirlaun fyrir tímann og fleiri atvinnulausa. Aukin samkeppni sýðir fleira fólk í ótryggum störfum. Innri markaður ESB er reistur á mótsagnakenndum sandi: Hann á að tryggja atvinnu með því að gera atvinnutækifærin ótrygg. Því fleira fólk í ótryggum störfum, þeim mun öruggari framtíð!

• Ótryggum störfum fjölgar með EES vegna víðtækrar samkeppni.

Í EES er matvælaiðnaður byggður á landbúnaðarafurðum og frumvinnsla sjávarafurða það helsta sem er verndað fyrir virkri samkeppni erlendis frá. Mikilvægar þjónustugreinar verða hluti af beinni erlendri samkeppni. Störf í bönkum, tryggingafélögum, hjá pósti og fjarskiptum, flutningum á vegum og í flugi lenda í samkeppni sem þau voru vernduð fyrir.

"Markaðsaðgangur" var lykilorð í EES-umræðunni. Og vissulega fá íslenskar þjónustgreinar markaðsaðgang í útlöndum, ef þær eru nógu samkeppnishæfar. En andstæða þessa er líka til staðar: Að EES-samningurinn tryggir ESB markaðsaðgang hérlensis. Þetta mun auka samkeppni í atvinnulífi - bæði fyrir þá sem selja vörur og þjónustu. Hægt er að velta lengi vöngum yfir hvort þjóðríki muni vinna eða tapa á heildina lítið í slíkri samkeppni, en annað skiptir þó meira máli í umræðunni. Það sem vinnst í einu landi tapast í öðru.

• Geta nútíma samfélög tryggt atvinnu með því að opna stöðugt stærri og stærri hluta atvinnulífsins fyrir gagnkvæmri samkeppni?

Aukin samkeppnishæfni í einu landi þýðir útflutning af atvinnuleysi til viðskiptaaðila í öðru landi, sem stendur uppi með lakari samkeppnisstöðu.

Það er ekki meiri samstaða í því fólgin að bæta samkeppnisstöðu en að vernda atvinnutækifæri með aðgerðum sem fordæmdar eru sem verndarstefna (gengislækkun, ríkisstuðningur, innflutningstollur).

• Aðeins ein árangursrík gagnaðgerð er tiltæk:

Að sjá til þess að atvinnulíf einkennist ekki af of mörgum störfum sem byggja á samkeppni. Það er í hinum vernduðu atvinnugreinum sem unnt er að tryggja "atvinnu fyrir alla". Það er aðeins þar sem unnt er að tryggja að skipt sé vinnu og tekjum þannig að nóg störf verði einnig fyrir þá atvinnulausu.

Verndaðar atvinnugreinar eru stuðpúðinn sem við þörfnumst til að skipuleggja atvinnulíf sem hefur pláss fyrir alla, einnig þá sem ekki standast Álagskröfur í hlífðarlausri markaðssamkeppni.

En þá verður líka stuðpúðinn að vera nógu stór. EES dregur okkur í ranga átt: í átt að stöðugt meira samkeppnisháðu samfélagi.

Við eru á leið inn í stöðugt afkastameira atvinnulíf í stöðugt veikara samfélag: Samfélag sem í æ minna mæli ræður við félagsleg og mannleg vandamál sem hið afkastamikla atvinnulíf fæðir af sér. Hverjum er þjónað með því?

Kröfur ESB til að ná fram efnahags- og peningasambandi sínu þýða, að flest ESB-ríki verða að framfylgja harðri samdráttarstefnu (innstrammingspolitik) mörg næstu ár. Niðurstaða allra þessara sparnaðaraðgerða verður enn aukið atvinnuleysi með keðjuverkan á öllu ESB-svæðinu.. Það mun reynast æ erfiðara að ná jafnvægi í ríkisreikningum án þess að hrekja stöðugt fleiri út í atvinnuleysi.

• EES-aðild þýðir að landið gefur frá sér mikilvæg tæki til að kljást við atvinnuleysið. Við getum ekki lækkað vesxti til að hleypa lífi í fjárfestingar og íbúðabyggingar. Þá sér frjálst streymi fjármagnsins fyrir því að fjármagn streymi úr landi. Frjálst streymi fjármagns og vinnuafls setur jafnframt skattastefnu í klemmu. Þessi þrýstingur vex enn við ESB-aðild, sem þýðir afnám landamæraeftirlits. Aðild þýðir jafnframt að mikilvæg stjórntæki sem beitt hefur verið til að halda uppi atvinnustigi hverfa. Peningasambandið: Þegar fjármagn getur streymt frítt úr landi höfum við enga stjórn á bönkum og lánastofnunum. Efnahagssambadið þýðir að við getum ekki staðið að árangurríkari fjármögnunarstefnu en stóru löndin í ESB.

• Tillögur fjármálaráðherra ESB vorið 1993: "Vaxtarpakki fyrir Evrópu"! Átti að tryggja 450 þúsund ný störf. Samt steig atvinnuleyi jafnt og þétt til ársloka á þessu fyrsta ári innri markaðarins.

• Hvítbók framkvæmdastjórnar ESB. Í henni eru ráðandi nýfrjálslyndar hugmyndir. Það er markaðurinn og samkeppnin sem á að skapa ný störf. Til þess að það gerist þarf vinnumarkaðurinn að verða sveigjanlegri, þ.e.a.s.: Veikja verður möguleika verkalýðshreyfingarinnar á virkri launabaráttu, launamunur verður að aukast, lækka verður laun ófaglærðra og ungs fólks á vinnumarkaði, létta verður íþyngjandi félagmálakröfum og útgjöldum at atvinnurekstrinum.

En í hvítbókinni er einnig rætt um, hversu sveigjanlegur vinnumarkaðurinn megi verða. Talað er um að skipta vinnu milli fólks og gerðr tillögur um miklar fjárfestingar, einkum í samgöngumálum.

Deilur komu upp milli sósíaldemókrata og kristilegra á Evrópuþinginu, sem lauk með því að þingið samþykkti engin boð eða meðmæli til ráðherrráðsins! Báðir hafa þörf á að teljast höfuðandstæðingar!

Hvítbókin leiddi ekki til neinnar sameiginlegrar niðurstöðu hjá ríkisstjórnum ESB-landa. Hins vegar fékk hún stuðning að því er varðaði nýfrjálshyggjugrundvöllinn: Fjármálaráðherrar ESB sameinast um "sterkan vöxt sem skapi störf en valdi ekki verðbólgu".

Evrópu-verkalýðssambandið brást ókvæða við afgreiðslu ráðherrráðsins. Segir hana stefna ESB í djúpa kreppu og ekkert verði úr efnahagssambandinu ef baráttan gegn verðbólgu eigi að vera æðsta boðorð.

Eftir að flokkar sósíaldemókrata sveifluðust til hægri í efnahagsstefnu sinni, þarf kosningabaráttu til að fá kjósendur til að trúa að munur sé á þeim og hægri mönnum.

Seðlabanki ESB er ætlað að halda áfram stefnunni sem setur baráttu gegn verðbólgu ofar baráttunni gegn atvinnuleysi.

Ráðandi stefna er allst staðar sú sama með smávegis blæbrigðu: Veðferðarkerfi eru brotin niður (veikt) eða dregið úr þeim, opinber þjónusta er einkavædd, opinberum störfum er reynt að fækka, atvinnuleyistryggingar eru veiktar eða gerðar sveigjanlegri, ráðist er á fagleg réttindi.

Öll söguleg reynsla segir okkur að óheftri samkeppni fylgir félagslegt óréttlæti sem aðeins er unnt að mæta með virkri faglegri baráttu og áhrifaríkum opinberum inngripum.

Þýðingarmest er að geta sýnt fram á að unnt sé (utan ESB) að halda atvinnuleysinu frá (í skefjum). Að ekki þurfi að sætta sig við fjöldaatvinnuleysið. Aðtil séu raunhæfar leiðir gegn því vonleysi sem atvinnuleysið hefur skapað í ESB.

• Svarið við umhverfiskröfunum. (bls.36)

 

 

 

Hvað er líkt og hvað ólíkt með EES og ESB?

(Júlí 1994)

 

1. Unnt er að segka EES upp með árs fyrirvara. Einfaldur meirihluti á Alþingi. Untt er að formi til fyrr Ísland sem EES-meðlim (utan ESB) að neita að samþykkja ESB-gerðir.

ESB-aðild er óuppsegjanleg: "Þessi samningur er gerður til ótiltekins tíma" segir í 240. grein Rómarsamningsins.

2. Mest af réttindum og skyldum sem við tökum á okkur með EES fáum við einnig í ESB.

En það er líka margt sem bætist við:

* Samræming á gjöldum (m.a. virðisaukaskatti) skv. 99. gr. Rómarsáttmála, sem þýðir að allir verða að samþykkja. Danmörk með sín 25% í virðisaukaskatti myndi tapa um 400 milljörðum í tekjum til ríkisins. Mörg ESB-lönd hafa nú 15% virðisaukaskatt (t.d. Þýskaland).

* Opnun landamæra og afnám tollskoðunar.

Í viðskiptum fyrirtækja á að greiða gjöld samkvæmt lögum innflutningslandsins skv. bráðabuirgðaákvörðun sem gildir til 1997. Skattayfirvöld fá eftirlitshlutverk í stað tollyfirvalda.

Við sölu til einkaaðila á héðan í frá að greiða öll gjöld í því landi þar sem sala á sér stað, ekki í heimalandi kaupandans. Það getur því verið hagkvæmara að ferðast milli landa til innkaupa og flytja með heim til sín (ýmsar undantekningar og takmarkanir eru í gildi svo um bílar og fleiri farartæki. Fyrir áfengi og tóbak t.d. 10 lítrar af sterku, 90 lítrar af léttu víni, 110 lítrar af bjór og 800 sígarettur.)

Þessar reglur geta orðið til að þvinga fram samræmingu í gjöldum, þótt ESB hafi ekki sett formlegar reglur.

* Opnun landamæra og afnám tolleftirlits getur leitt af sér mörg vandamál, m.a. í baráttunni við eiturlyfjasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

3. Tollabandalag og samræmd viðskiptastefna.

ESB ákveður tolla til þriðju landa (utan ESB og EES) og stjórnar viðskiptastefnu svæðisins.- Kostur umfram EES að útflytjendur þar þurfa ekki að sanna uppruna vöru við sölu til ESB-landa.

Hinir fjölmörgu viðskiptasamningar sem ESB hefur gert við þriðju aðila yrðu bindandi fyrir Ísland. Þessir samningar fela í sér mismunun í viðskiptum bæði við iðnríki og þriðjaheimslönd.

4. Landbúnaður og matvælaiðnaður.

Landbúnaður er að mestu utan við EES, en með aðild verður landbúnaðarstefna ESB að fullu gildandi. Stýrður markaður, varinn gegn samkeppni utanað með því að lögð eru gjöld á innflutning. Lágmarksverð til bænda.

Í Noregi þýðir landbúnaðarstefna ESB að stuðningur við bændur lækkar stórlega (var 11,5 miljarðar NOK 1990).

Ræktarland í Noregi gæti minnkað úr 9,5 milljónum dekar í 3,2, þ.e. þreföld minnkun. Atvinnutækifærum í landbúnaði myndi fækka enn meira eða úr um 85 þúsund ársverk í 17 þúsund. Mikið vantar á að GATT-samningurinn einn léki norkan landbúnað svo grátt.

Hluti af matvælaiðnaði úr landbúnaðarafurðum færi sömu leið (mjólkuriðnaður, sláturhús, eggjapökkun etc.). Samkeppni m.a. frá Danmörku verður mikil í úrvinnslu matmæla.

5. Sjávarútvegur.

EES hefur aðeins áhrif á stöku þætti fiskveiðistefnu Norðmanna. Við ald lenda Norðmenn að fullu undir sameiginlega fiskveiðistefnu sem haft getur alvaralegar afleiðingar, einkum fyrir veiðarnar.

Fiskveiðilögsaga ESB-landa utan 12 mílna (undantekning) er lögð saman í eitt púkk sem er stjórnað frá Brussel. Embættismenn í Brussel fara með samninga við þriðju aðila um gagnkvæman rétt til veiða. Þeir ákveða einnig kvóta fyrir hámarksafla (TAC) úr hverri tegund og skipta honum milli aðildarríkja Þessa kvóta má veiða hvar sem er innan sameiginlegrar lögsögu (utan 12 mílna)

Allar undantekningar eru tímabundnar og fyrir 2002 á að taka afstöðu til frambúðarstefnu. Þá gæti öll lögsaga orðið sameiginleg (einnig innan 12 mílna) og kvótar gætur orðið framseljanlegir eða til skipta.

Norski samningurinn hefur aðeins þriggja ára undanþágu frá reglum ESB um kvótahopp (þ.e. kaup útlendinga á fiskibátum og rétt til að fá aflahlutdeild). Sameiginleg yfirlýsing byggir m.a. á niðurstöðu EB-dómstólsins frá 1989 og 1991.[grein 35] [Við árslok 1993 voru 10% af brúttótonnum í breskum fiskispipum komin í hendur útlendinga].

ESB hefur knýjandi þörf fyrir aukinn afla.

44. grein aðildarsamnningsins hljóðar svo:

"Hlutur fiskveiðimöguleika ESB sem úthluta á Noregi af tegundum sem stjórnað er með veiðitakmörkunum skal ákvarða eftir tegund og svæði".

Úthlutun til Norðmanna á að vera samkvæmt reglugerð Ráðherrarráðsins nr. 3760/92, í fyrsta sinn frá næstu áramótum.Samkvæmt henni er ákvöðrun um skiptingu tekin með auknum meirihluta í ráðinu. Úthlutað verður úr "fiskveiðimöguleikum sambandsins" mælt í prósentum. Hlutfallið á að ákvarða með tilliti til "hlutfallslegs stöðugleika" (relativ stabilitet. Þetta er samkvæmt núverandi stöðu innan ESB og ekki eru í samningnum neinar tryggingar um að ESB úthluti út frá þessum viðhorfum í framtíðinni. Enginn "eignarréttur" er með þessu viðurkenndur Noregi til handa.

Noregur hefur þegar gefið frá sér fiskveiðiheimildir til að komast undir sameiginlega fiskveiðistefnu sambandsins.

Samband norskra bátaeigenda (Fiskebåtredernes Forbund) hefur reiknað út, að ef Noregur hefði verið orðinn aðili að ESB 1994 hefði ESB fengið veiðiheimildir sem nemur 60 þúsund tonn í heild og 28 þúsund tonn umreiknað í þorksígildi.

Þar fyrir utan hefur svo Noregur samið um aðeins 31% af makríl í Norðursjó sér til hand í framtíðinni, sem er minnkun frá núverandi stöðu.

* Fiskveiðisamningurinn við ESB veitir Noregi ekki varanlega undanþágu á neinu sviði sjávarútvegs.

* Ábyrgð á stjórnun norskra hafsvæða og sjávarauðlinga færsit á hendur ESB.

* Ákvörðun kvóta Noregi til handa er tekin af ESB.

6. Fólksfækkun í strjálbýli og aukið atvinnuleysi.

Áhrif EES ganga langt í þessu efni, en með ESB-aðild ganga reglur þess um opinberan rekstrarstuðning að fullu í gildi.

Þar við bætist svo landbúnaðar- og fiskveiðistefna ESB.

 

 

 

 

 

 

 

 

   


Til baka | | Heim