Hjörleifur Guttormsson
á aðalfundi Samstöðu um óháð Ísland.
8. maí 1998

 

Um hvað snýst Schengen-málið?

 Nokkrir minnispunktar

1. 1985-1995. Stækkandi hópur ESB-ríkja ryður braut afnámi vegabréfaeftirlits á landamærum.

 

2. Áfangar Schengen-málsins innan ESB:

1) Schengen-yfirlýsing 5 ESB-ríkja árið 1985 um afnám
vegabréfaeftirlits í áföngum.

2) Schengen-samkomulag sömu ríkja undirritað 1990.

3) Samningur til framkvæmda í mars 1995, 10 ríki orðin þátttakendur.

3. Schengen-ákvæði felld undir Evrópusambandið á Amsterdam-ríkjaráðstefnu ESB í júní 1997. Breyting úr milliríkjasamningi í ESB-reglur. Evrópudómstóll fær úrskurðarvald.

 

4. Vegabréfasamstarf Norðurlanda frá 6. áratugnum í uppnám vegna Danmerkur sem ESB- ríkis og aðildar Svíþjóðar og Finnlands að ESB.

* Yfirlýsing forsætisráðherra Norðurlanda í Reykjavík í febrúar 1995. Eitt gangi yfir öll Norðurlönd sameiginlega. Athugað verði um tengsl allra Norðurlanda við Schengen.

 

* Danmörk, Svíþjóð og Finnland sóttu um áheyrnaraðild að Schengen 1995 með aðild að markmiði. Yfirtaka á Schengen-reglum vorið 1998 vegna ESB-aðildar.

 

* Samstarfssamningur Íslands og Noregs undirbúinn 1995-96, undirritaður 19.des.1996. Staðfestur af Noregi í júní 1997. Lagður fram á Alþingi í apríl 1998!!

 

* Þjóðaratkvæðagreiðsla um Amsterdam-sáttmálann í Danmörku 28. maí 1998. Mikil andstaða við Schengen í Danmörku.

 

5. Ísland og Noregur þurfa að semja upp á nýtt um Schengen, nú við Evrópusambandið. Erfiðleikar vegna yfirþjóðlegra skilyrða. Samningaviðræður ekki hafnar. Ósætti innan ESB um samningsgrundvöll. Ólíkar aðstæður í Noregi og á Íslandi.

 

6. Hvert er innihald Schengen að því er Ísland (og Noreg) varðar?

* Afnám vegabréfaeftirlits innan svæðið, mjög hert eftirlit á "ytri landamærum".

* Ísland tekur að sér landamæravörslu fyrir Evrópusambandið. Ath. fiskibáta!

* Sameiginlegar reglur um vegabréfaáritanir og Dyflinar-samningur um flóttamenn.

* Tolleftirlit helst að formi til en veikist verulega. Fíkniefnasmygl verður auðveldara.

* Tölvuskráning persónuupplýsinga. Móðurtölva í Strassbúrg tengd landskerfum.

* Lögreglusamvinna undir Europol.

* Mikill tilkostnaður. Stofnkostnaður í flugstöð Keflavík. Árlegur rekstrarkostnaður.

 

7. Ísland fær ekki ákvarðanavald um þróun ESB-reglna á samningssviðinu! Aftanívagninn!

 

8. Er fórnarkostnaðurinn ekki of mikill fyrir það eitt að þurfa ekki eð sýna vegabréf EINU SINNI í ferð inn og út af Evrópusambands-svæðinu (áður Schengen-svæðið)?

 

---------------

 

 

 


Til baka | | Heim