Hjörleifur Guttormsson:

 

Ísland, Evrópusambandið og umheimurinn

Þættir í erindi í MA 13. desember 1994.

 

1. Nokkrar grundvallarspurningar:

* Samrýmist óheftur markaður kröfunni um sjálfbæra þróun?

* Eru örfá markaðsbandalög líkleg til að tryggja réttláta tekjuskiptingu og friðsamlega sambúð?

* Er fullveldi smáþjóða ekki lengur eftirsóknarvert eða raunhæft?

* Geta Íslendingar ekki tryggt hagsmuni sína í sjálfstæðu þjóðríki óháð efnahagsbandalögum?

 

[Sjá m.a. eftirtaldar ritgerðir HG :

1) Íslensk leið í samskiptum við umheiminn (í 7. riti Evrópustefnunefndar, apríl 1990).

2) Umhverfi og hagvöxtur: Viðhorf vinstri manna (erindi 28. nóvember 1992).]

3) Fimm blaðagreinar haustið 1994]

 

2. Evrópusambandið - aðildarrríki og stofnanir.

Rómarsáttmálinn grundvöllurinn frá 1957. Breytt nokkrum sinnum á ráðstefnum aðildarríkja, m.a. 1986 (innri markaðurinn) og 1992 (Maastricht)).

 

Helstu stofnanir: Ráðherraráð (pólitískar ákvarðanir), framkvæmdastjórn "embættismanna" í Brussel (sambland löggjafar- og framkvæmdavalds), þingið í Stassbúrg (valdalítið), dómstóllinn í Lúxembúrg (valdamikill, þróar m.a. ES-réttinn út frá markmiðum Rómarsáttmálans).

 

Stækkun í áföngum:

Í upphafi 1958 sex ríki (Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland, Lúxemborg), 9 frá 1973 (Bretland, Danmörk, Írland), 10 frá 1981 (Grikkland), 12 frá 1986 (Spánn, Portúgal), 15 frá 1995 (Austurríki, Finnland, Svíþjóð).

Umræða um frekari stækkun einkum til austurs, hugsanlega allt að 27 ríki.

 

3. EFTA - Fríverslunarsamtök Evrópu.

Stofnuð af sjö ríkjum 1960. Vestur-Evrópuríki sem ekki voru í Evrópubandalaginu. Ísland aðili 1970.

Fríverslun (tollum aflétt) aðallega með iðnaðarvörur. Fríverslun með sjávarafurðir frá 1992.

Engar yfirþjóðlegar stofnanir. Ráðherraráð. Skrifstofa í Genf.

 

Tvíhliða samningar. Viðskiptasamningar tveggja aðila.

Gerðir t.d. milli flestra EFTA-ríkja og Evrópubandalagsins 1972 þegar Bretland og Danmörk gengu í EB.

Ísland gerði tvíhliða samning við EB 1972. Iðnaðarvörur og fríverslun með helstu sjávarafurðir (bókun 6).

 

4. Evrópusambandið - efnahagslegur og pólitískur samruni.

Einingarlög Evrópu (European Single Act) sett 1986. Stefna á óskiptan innri markað. Fleiri ákvarðanir í Ráðherraráði með auknum meirihluta.

* Innri markaðurinn frá 1992. Svonefnt fjórfrelsi innleitt: Frjáls flutningur vöru, fólks, þjónustu og fjármagns.

* Afnám landamæraeftirlits (tollar, vegabréf). Lengst komið milli 9 ríkja (Schengen-samstarfið).

 

Maastricht-samningurinn gerður 1992. Stofnun European Union frá 1. nóv. 1993. Grundvallarbreyting á Evrópubandalaginu (EB) í Evrópusamband (ES [ESB]). Pólitískur samruni og hert á viðskiptasamruna.

Áform samkvæmt Maastricht-samningnum m.a.:

* Efnahags- og myntbandalag (Economic and Monetary Union EMU, ØMU).

* Kröfur um fjármálalegt aðhald frá 1994.

* Einn seðlabanki og sameiginleg mynt.

* Samræmd utanríkistefna.

* ES- lögreglusveitir.

* Sameiginlegur her (Vesturevrópu-sambandið - VES, WEU, ).

* Sambandsríki? Svör á ríkjaráðstefnu [Evópska ráðið] 1996-?

Danir felldu Maastricht í þjóðaratkvæði Samþykkt með undanþágum.

 

5. Sívaxandi atvinnuleysi í ES. Vaxandi misskipting.

Atvinnuleysi innan ES nú 11-12% (meðaltal).

Hátt í 20 milljónir manna skráðar atvinnulausar.

Efnahagsvöxtur (hagvöxtur) vinnur ekki á atvinnuleysinu.

Bilið milli ríkra og fátækra vex stöðugt (ný úttekt óháðra ráðgjafa ES-framkvæmdastjórnar).

Vald embættismanna vex á kostnað þjóðþinga.

 

6. Evrópskt efnahagssvæði (EES).

* Pólitískur tilgangur að ná EFTA-ríkjum inn í ES í áföngum. Kratar í EB og EFTA hugmyndasmiðir (Delors og Gro Harlem) 1988.

* Innihald EES: Viðskiptaþáttur EB: Reglur innri markaðarins - Fjórfrelsið. Samningur + viðaukar, alls um 20 þúsund síður. Sérákvæði um sjávarútveg og landbúnað.

* "Hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð" (4.gr. EES)

* Átökin hérlendis um EES. Afstaða flokkanna á Alþingi 1993:

Alþýðubandalag óskipt á móti.

Alþýðuflokkur óskiptur með.

Aðrir flokkar klofnir. Framsókn til helminga.

* Spurningin um stjórnarskrá og þjóðaratkvæði.

* Margt ófrágengið: Dæmi: Kaup á landi, jarðhiti, fallvötn, veiði.

* Framtíð EES-samningsins.

 

7. Norðurlönd. Baráttan um ES-aðild. Norrænt samstarf.

Viðræður um aðild Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að ES hófust áður en EES-samningur var staðfestur! Samningar undirritaðir í mars-apríl 1994. Engar varanlegar undanþágur. Þjóðaratkvæði um samninga í okt.-nóv. 1994. "Dómínó-aðferðin".

Áróður já-megin m.a.: Norðurlönd sameinuð innan ES!

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna:

Finnland 16. okt. 94: 56,9% já , 43,1% nei.[74% þátttaka]

Svíþjóð 13. nóv. 94: 52,3% já, 46,8% nei, 0,9% auðir.[83,3‰ þát.]

Noregur 28. nóv. 94: 52,2% nei, 47,8% já [88‰ þátttaka]

 

* Styrkur andstöðunnar: Almenningur gegn valdastofnunum.

* Skiptingin höfuðborgarsvæði : landsbyggð.

* Margþætt áhrif af höfnun Norðmanna: Norrænt samstarf, EES, EFTA.

* Tillögur um framtíð norræns samstarfs fyrir þing Norðurlandaráðs í Reykjavík, febrúarlok 1995. (Nefnd ráðherra og þingmanna)

 

8. Staða Íslands. Viðhorfin til Evrópusambandsins.

Efnahagsleg sérstaða: Sjávarútvegur yfirgnæfandi.

Neikvæðir þættir (dæmi):

Forræði yfir sjávarauðlindum færðist til Brussel með ES-aðild.

Óheftar fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi

ES tollabandalag: Sjálfstæðir viðskiptasamningar útilokaðir.

Efnahagsstjórn úr landi.

Pólitískt sjálfsforræði stórskert.

Mótun utanríkisstefnu flyst til ES.

Staða dreifbýlis og jaðarsvæða versnar.

Erfiðara að fylgjast með fíkniefnum og afbrotamönnum.

ES-aðild ótímabundin. Engin uppsagnarákvæði.

Jákvæðir þættir (dæmi):

Frekari niðurfelling tolla.

Aðgangur að styrkjakerfi ES.

Samræmdar reglur,afnám tæknihindrana og landamæraeftirlits.

 

Viðhorf stjórnmálaflokkanna.

 

Viðhorf hagsmunasamtaka.

 

Skoðanakannanir. Síðasta könnun um viðhorf til þess að Íslendingar sæki um aðild að ES:

Óviss: 43%, nei: 40%, já 17%. (mikil breyting frá í júní 1994).

Af þeim sem tóku afstöðu: 70% nei, 30% já.

 

 

9. Algengar bábiljur í áróðri fyrir ES-aðild.

* Ísland einangrast.

Rangt: Aldrei verið fleiri kostir til samskipta.

 

* Lokað verður á íslenska námsmenn í Evrópu.

Rangt: Samningar þegar til staðar sem tryggja aðgengi.

 

10. Framtíðarsýn fyrir Ísland.

* Óháð Ísland utan efnahagsbandalaga og stóveldasamsteypna.

* Samskipti til allra átta. Nýting landfræðilegrar legu.

* Virk utanríkisþjónusta.

* Tvíhliða samningar. Þátttaka í fríverslun, sbr. EFTA.

* Standa utan hernaðarbandalaga. Áhersla á Sameinuðu

þjóðirnar og Öryggiskerfi fyrir alla Evrópu (RÖSE).

* Skorður við fjórfrelsi. Atvinna fyrir alla.

* Tryggja yfirráð yfir náttúruauðlindum til lands og sjávar.

* Áhersla á umhverfisvernd og jöfnuð.

* Samstarf við grannþjóðir um verndun hafsins.

* Hlúa að menningu og tungu.

* Verndun lýðræðis og almannaréttar. Opið samfélag.

 

---------------

 


Til baka | | Heim