Hjörleifur Guttormsson | 14. ágúst 2002 |
Þjórsárveraraunir Skipulagsstofnunar Úrskurður Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum verður eflaust lengi í minnum hafður. Þeir sem um hann véluðu virðast hafa dottið beint á höfuðið í sumarblíðunni og ekki jafnað sig þrátt fyrir langan umþóttunartíma. Niðurstaða stofnunarinnar eftir 150 blaðsíðna umfjöllun er með þeim hætti að engu er líkara en Dr. Jekyll og Mr. Hyde hafi skipst á við skriftirnar. Sá fyrrnefndi hafi samið rökstuðning með það í huga að ótvírætt bæri að hafna framkvæmdaáformum Landsvirkjunar en síðan hafi Mr. Hyde tekið saman úrskurðarorðin. Með þessum æfingum hefur stofnunin gert sig að slíku viðundri að mikið þarf til að hún endurheimti sinn fyrri sess. Veruleg óafturkræf umhverfisáhrif Þjórsárver eru óumdeilt dýrmætasta hálendisvin íslenskra öræfa. Við fyrstu sýn virðast starfsmenn Skipulagsstofnunar deila þessum sjónarmiðum.
segir í inngangi lokakaflans.
stendur neðst á sömu síðu. Síðan er engu líkara en Landsvirkjunarmenn í gervi Mr. Hyde hafi náð í pennann. Að bíta höfuð af skömm
með tilteknum skilyrðum sem kveðið er á um í úrskurðarorðum. Svo vill hins vegar til að í matsskýrslu sinni lagði Landsvirkjun ekki til miðlunarlón í 578 m hæð heldur ætlaði að láta sér nægja lægri tölu. En Skipulagsstofnun gerist kaþólskari en páfinn og býr til tvo kosti, hvorn öðrum verri. Það er ekki ónýtt fyrir umhverfisráðherra á síðari stigum að geta valið þar á milli! Nefnd skilyrði eru síðan þannig orðuð að Bakkabræður væru fullsæmdir af. Dæmi:
Hvert snilliyrðið rekur síðan annað.
Orðið "sandgangur" virðist nýyrði sem ekki finnst í orðabók Menningarsjóðs. Í hlutverki hagfræðingsins Þrátt fyrir úrskurð umhverfisráðherra 20. desember 2001 þess efnis, að efnahagslegir þættir heyri ekki undir mat á umhverfisáhrifum, bregða Skipulagsstofnunarmenn sér í gervi hagfræðingsins:
Þessar ólögmætu reiknikúnstir hafa augljóslega haft áhrif á niðurstöðu Mr. Hydes. Áhyggjur hans um hagkvæmni falla eins og flís að ummælum forstjóra Landsvirkjunar sem greindi frá því 30. apríl sl.
Þeir eru víst ekki miklir borgunarmenn á því
heimili og þá eins gott að náttúra Íslands
sé föl fyrir lítið. Hjörleifur Guttormsson |