Hjörleifur Guttormsson 10. febrúar 2004

Alcoa og íslenska ríkinu stefnt fyrir dóm

 

Í morgun var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur í Fjarðabyggð höfðar á hendur Alcoa, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir stefnanda.

 

Dómkröfur stefnanda eru eftirtaldar:

Að ómerktur verði úrskurður umhverfisráherra frá 14. mars 2002, þar sem staðfestur er úrskurður Skipulagsstofnunar frá 31. ágúst 2001 um mat á umhverfisáhrifum 1. og 2. áfanga 420 þúsund tonna álvers í Reyðarfirði.

Að ómerktur verði úrskurður umhverfisráðherra frá 15. apríl 2003, um að ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 20. desember 2002 um matsskyldu álvers í Reyðarfirði fyrir allt að 322 þúsund tonna ársframleiðslu skuli óbreytt standa.

Að ómerkt verði ákvörðun Umhverfisstofnunar hinn 14. mars 2003 um útgáfu starfsleyfis fyrir álver Reyðaráls ehf. á iðnaðarsvæðinu við Hraun í Reyðarfirði.

Að ómerkt verði ákvörðun umhverfisráðherra, dags. 14. júlí 2003, um að vísa frá kæru stefnanda dags. 28. mars 2003 á ákvörðun Umhverfisstofnunar dags. 14. mars 2003 um útgáfu starfsleyfis fyrir álver Reyðaráls ehf. í Reyðarfirði.

Auk þessa er gerð krafa um málskostnað.

 

Helstu málsástæður:

1. Stefnandi telur að mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum 420 þúsund tonna álvers og rafskautaverksmiðju Norsk Hydro á árinu 2001 hafi verið ólögmætt, m. a. að óheimilt hafi verið að meta þessar framkvæmdir sameiginlega án sérstakrar ákvörðunar umhverfisráðherra fyrirfram eins og tilskilið er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig rökstuddu framkvæmdaraðili og Skipulagsstofnun byggingu rafskautaverksmiðju með vísun til  efnahagslegrar hagkvæmni, sem fellur ekki undir mat á umhverfisáhrifum.

2. Skipulagsstofnun bar að meta  umhverfisáhrif 322 þúsund tonna álvers Alcoa í stað þess að byggja á fyrra mati á álveri Norsk Hydro. Álver Alcoa er ný framkvæmd þar sem gert er ráð fyrir annarri og lakari tækni og mengunarvörnumAfleiðingin er meiri losun mengandi efna en metið var að hlytist af framkvæmdum Norsk Hydro. Fyrir hvert framleitt tonn af áli er loftmengun Alcoa til muna meiri en hjá álveri Norsk Hydro í flestum atriðum, t. d. 26-föld þegar um er að ræða brennisteinssambönd.  Hjá Alcoa er ekki notaður vothreinsibúnaður og leiðir það til stóraukins útblásturs mengandi efna. Áformaðar lausnir eru í ósamræmi við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum þar sem gert var ráð fyrir vothreinsibúnaði.

3. Margir meinbugir eru á útgefnu starfsleyfi Alcoa, umsókn um það gölluð og auglýsing þess ólögmæt. Viku fyrir útgáfu starfsleyfis breytti starfsleyfishafi framkvæmdaáformum sínum og krafðist þess að heimiluð yrði 50% aukning á meðaltalsstyrk vetnisflúoríðs frá því sem tilskilið var í mati á umhverfisáhrifum og auglýstri tillögu að starfsleyfi. Á þetta féllst Umhverfisstofnun án þess að stefnanda eða öðrum væri gefinn kostur á að tjá sig um breytingarnar og braut þannig alvarlega gegn upplýsinga- og andmælarétti. Þá  brugðust umhverfisyfirvöld þeirri skyldu að koma á samþættum mengunarvörnum á grundvelli bestu fáanlegrar tækni og afleiðingin er m.a. ferföld aukning á losun brennisteinssambanda umfram það sem gert var ráð fyrir frá báðum verksmiðjum Norsk Hydro.

4. Stefnandi kærði útgáfu starfsleyfisins til umhverfisráðherra, sem vísaði kæru hans frá og taldi hann ekki eiga aðild að málinu, þrátt fyrir að aðild hans hefði verið viðurkennd af Umhverfisstofnun. Með þessu braut ráðherra gegn vilja löggjafans við setningu laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, góðum stjórnsýsluháttum og réttarþróun hérlendis og á Evrópska efnahagssvæðinu. Það tók ráðuneytið 15 vikur, sjö vikur umfram það sem lög kveða á um, að komast að þessari niðurstöðu. Frávísun umhverfisráðherra virðist hafa verið örþrifaráð gagnvart ítarlega rökstuddum málsástæðum stefnanda og verulegum ágöllum á málsmeðferð Umhverfisstofnunar.

 

Eftirfarandi tafla, byggð á mati Skipulagsstofnunar, sýnir  samanburð á losun frá álverum Alcoa og Norsk Hydro, það síðarnefnda með og án rafskautaverksmiðju.

 

Samanburður á útblæstri frá álveri Norsk Hydro (420 þús. árstonn) með og án 

 

rafskautaverksmiðju og álveri Alcoa (322 þús. árstonn)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Losun í tonnum á ári

 

 

HF

Rykb.flúor

SO2

PAH

Svifryk

C02- x1000

PFC sem CO2 ígildi - x1000

Nox

 

Álver Norsk Hydro

54,6

50,4

190

0,022

25,6

626,1

58

13

 

Rafskaut N. Hydro

0,4

0,43

638

1,95

3,7

84

-

120

 

Samtals N.Hydro

55

50,83

828

1,972

29,3

710,1

58

133

 

Álver Alcoa

78,8

27,5

3864

0,167

38,4

564

34,42

27

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Losun álveranna pr. framleitt tonn af áli

 

 

  HF

Rykb.flúor

SO2

PAH

Svifryk

C02

PFC - CO2 ígildi

Nox

 

 

g

g

kg

g

g

tonn

kg

g

 

Álver Norsk Hydro

130

120

0,45

0,05

61

1,49

138

31

 

Álver Alcoa

245

85

12

0,52

119

1,75

107

84

 

Skýringar:

HF táknar vetnisflúoríð, S02 brennisteinsdíoxíð, PAH fjölhringa arómatísk kolefnissambönd, C02 koldíoxíð, PFC fjölflúorkolefni, N0x köfnunarefnisoxíð.

 

Meðfylgjandi:

Stefna

Samanburður álvera Norsk Hydro og Alcoa

 

Sent út sem fréttatilkynning.

 

Hjörleifur Guttormsson

 

 


Til baka | | Heim