Hjörleifur Guttormsson | 30. nóvember 2004 |
Sjálfbær atvinnuþróun í Mývatnssveit Kísiliðjunni hf hefur verið lokað og starfseminni hætt. Það leiðir hugann að málatilbúnaði og samþykktum á Alþingi fyrir röskum áratug um atvinnumál í byggðarlaginu. Í desember 1993 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu um sjálfbæra atvinnuþróun í Mývatnssveit:
Viðkvæmt og umdeilt mál Aðdragandi þessa máls var nokkuð óvenjulegur og umræða um það endurspeglaði þá miklu viðkvæmni sem fylgdi rekstri Kísiliðjunnar lengst af og óraunsæi um horfur varðandi framtíð hennar. Í ársbyrjun 1992 flutti undirritaður ásamt Kristínu Einarsdóttur tillögu til þingsályktunar um atvinnuþróun í Mývatnssveit (473. mál á 115. löggjafarþingi). Tillagan var ekki afgreidd úr nefnd á því þingi og endurfluttum við hana því á 116. löggjafarþingi. Þessi tillaga okkar var svohljóðandi:
Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar sem afgreiddi hana síðla vetrar 1993 með þeirri breytingu að seinni málsliðurinn félli brott með þeim rökum “að staða kísilgúrnáms af botni Mývatns hefur skýrst frá því að tillagan var flutt með útgáfu námaleyfis 7. apríl sl. [1993].” Þrátt fyrir þessa jákvæðu afgreiðslu frá þingnefnd var tillagan ekki borin upp fyrir þinglok og dagaði því uppi. Haustið 1993 tókum við flutningsmenn málið upp á ný í umhverfisnefnd þingsins þar sem við áttum sæti. Varð þar samstaða um að þingnefndin flytti ofangreinda tillögu um sjálfbæra atvinnuþróun í Mývatnssveit og var hún samþykkt óbreytt skömmu síðar sem ályktun Alþingis. Rökstuðningur í greinargerð Ítarlegur rökstuðningur fylgdi málinu. Í greinargerð með tillögu okkar Kristínar Einarsdóttur sagði í upphafi:
Greinargerð með tillögu umhverfisnefndar sem samþykkt var 1993 er svohljóðandi:
Mývatnssveit og svæðið meðfram Laxá hafa ótvíræða sérstöðu. Mývatnssveit hefur verið viðurkennd sem náttúruverndarsvæði á alþjóðlegan mælikvarða með því að falla undir Ramsar-sáttmálann. Svæðið er einstakt í heiminum, bæði sökum lífríkis og jarðmyndana. Mývatn hefur því gífurlegt alþjóðlegt aðdráttarafl eins og best sést á þeim mikla og vaxandi fjölda ferðamanna sem þangað leggur leið sína. Alþingi hefur tekið ákvarðanir um lögverndun á náttúru svæðisins en íslenska ríkið hefur einnig átt aðild að uppbyggingu atvinnufyrirtækja þar síðustu áratugi, einkum Kísiliðjunnar og Kröfluvirkjunar. Margs konar rannsóknir fara nú fram á lífríki Mývatns. Á vegumumhverfisráðuneytisins er starfandi rannsóknahópur sem kannar áhrif kísilgúrnáms á lífríkið í Mývatni, en sá hópur skilaði áfangaskýrslu vorið 1993 sem nefnd var hér að framan og iðnaðarráðherra byggði á við veitingu námaleyfis. Hópurinn mun halda áfram rannsóknum sínum á þessu ári og því næsta. Þá er starfrækt á grundvelli laga nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, rannsóknastöð við Mývatn sem heyrir undir Náttúruverndarráð. Til stöðvarinnar rennur hluti námaleyfisgjalds Kísiliðjunnar og hann fer óskiptur til rannsókna á áhrifum starfsemi verksmiðjunnar á lífríki Mývatns. Þá rennur hluti námagjaldsins í svonefndan Kísilsjóð sem lýtur stjórn umhverfisráðuneytisins og er ætlað að kosta könnun á möguleikum á atvinnuuppbyggingu á svæðinu umhverfis Mývatn. Umhverfisnefnd telur að samhliða rannsóknum á lífríki Mývatns sé nauðsynlegt að kanna þróunarforsendur og möguleika á nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu til að tryggja þar byggð og sjálfbæra þróun. Við þá athugun verði m.a. haft til hliðsjónar ítarlegt umhverfismat sem unnið var á vegum Skipulags ríkisins og birt í skýrslu í júlí 1993. Var sú vinna með vissum hætti frumraun á þessu sviði sem leggur góðan grunn að þeirri úttekt sem tillagan gerir ráð fyrir. Það er orðin viðurkennd regla víða um lönd að fyllstu varúðar beri að gæta þá mannleg umsvif eru annars vegar og óvissu eigi að meta náttúruverndinni í vil. Það getur varla orkað tvímælis að slíka reglu beri að virða þegar lífríki Mývatns er annars vegar. Því leggur umhverfisnefnd áherslu á að stjórnvöld komi til liðs við heimamenn nú þegar með þeirri úttekt sem tillagan gerir ráð fyrir. Sáralítil eftirfylgni stjórnvalda Ályktun Alþingis um sjálfbæra atvinnuþróun í Mývatnssveit var send ríkisstjórn sem viljayfirlýsing þingsins. Ekki er mér kunnugt um neina uppskeru úr þeirri úttekt sem þingsályktunin gerði ráð fyrir. Því er heldur ekki að leyna að meirihluti sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi hafði takmarkaðan áhuga á að nýta sér þessa samþykkt þingsins og fannst sumum henni vera beint gegn kísiliðjunni. Kom þetta m. a. fram í viðræðum fulltrúa sveitarfélagsins um þetta leyti og síðar við umhverfisnefnd. Því miður hefur lengi gætt óraunsæis hjá ráðamönnum um hvert stefndi í málefnum Kísiliðjunnar við Mývatn og hefur það átt sinn þátt í að ekki hefur á liðnum árum verið lagður nógur kraftur í að leita annarra úrræða í atvinnumálum byggðarlagsins. – Sú staða sem nú liggur fyrir er vissulega dapurleg fyrir þá mörgu sem hún snertir. Mývatnssveit er hins vegar svo mörgum kostum búin frá náttúrunnar hendi að góðir möguleikar eiga að vera þar til jákvæðrar atvinnuþróunar. Eins og ofangreindar tillögur og samþykktir bera með sér hefur íslenskt samfélag skyldur gagnvart Mývatnssveit. Því þarf að sameina krafta til að stuðla þar að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu hið fyrsta. Hjörleifur Guttormsson |