Hjörleifur Guttormsson | 14. júní 2005 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Alcoa veifar röngu tré Laugardaginn 11. júní 2005 sendi Alcoa fjölmiðlum yfirlýsingu sem fyrirtækið sagði tilkomna vegna ummæla minna daginn áður í kjölfar dóms Hæstaréttar. Af því tilefni hef ég tekið saman eftirfarandi grein sem Morgunblaðið birti í dag, 14. júní. Samanburður Alcoa út í hött Alcoa Fjarðarál sf kýs að bera saman heildarlosun
frá áformaðri verksmiðju Norsk Hydro annarsvegar
og Alcoa-verksmiðjunni hinsvegar án tillits til skaðlegrar
mengunar frá álverunum. Í töflu frá fyrirtækinu
sem fylgdi staðhæfingunni um minni heildarlosun er m. a. tíundað
að Norsk Hydro hefði losað 9500 tonn af brennisteinstvíoxíði
í frárennsli til sjávar. Það hefði
gerst með vothreinsun, en Alcoa hefur hingað til hafnað að
bæta vothreinsun við þurrhreinsun í verksmiðju
sinni. Losun brennisteinstvíoxíðs í sjó
veldur ekki skaðlegri mengun, ekki frekar en ef sett væri matarsalt
í hafið. Þess vegna er vothreinsun góð og
gild lausn, jafnhliða því sem bæta má inn
hreinsunarþrepi til að ná mengandi efnum úr frárennsli
(PAH, þungmálmar ofl.). Öðru máli gegnir
þegar brennisteinssambönd eru losuð út í
andrúmsloftið eins og Alcoa hyggst gera, reyndar ferfalt meira
að heildarmagni en Norsk Hydro og 26-falt meira á hvert framleitt
tonn af áli. Heildarlosun á loftbornu flúoríði
er jafnframt um 50% meiri hjá Alcoa og nær helmingi meiri
miðað við hvert framleitt áltonn.
Samanburður á útblæstri frá álveri
Norsk Hydro (420 þús. árstonn) með og án
Heimildir: Hæstiréttur um tækni og losun Í forsendum dóms Hæstiréttur segir m .a. eftirfarandi:
Um losun flúoríðs frá Alcoa-verksmiðjunni segir Hæstiréttur m. a.:
Hér eru á ferðinni gallhörð efnisatriði en ekki formið eitt eins og ráðherra og Alcoa reyna að halda fram. Veðurskilyrðin í Reyðarfirði Á báðum dómsstigum var vakin athygli á niðurstöðum í skýrslu Veðurstofu Íslands (útgefin í september 2003) um athuganir í Reyðarfirði fram til maí 2003, þar sem m.a. kemur fram eftirfarandi:
Í kjölfar umrædds tímabils fylgdi staðviðrasumarið 2003, en mælingagildi á þeim tíma voru ekki tekin með í niðurstöður. Haustið 2003 voru svo athugunarstöðvar teknar niður! Umrædd yfirlýsing Alcoa ber vott um að einhver hafi
sagt fyrirtækinu að betra sé að veifa röngu
tré en engu. Væri ekki nær að taka til við
að undirbúa aðgerðir sem til þess séu
fallnar að draga úr heilsuspillandi mengun og skaðlegum
áhrifum frá Alcoa-verksmiðjunni á náttúru
Reyðarfjarðar? Hjörleifur Guttormsson |