Hjörleifur Guttormsson | 15. apríl 2005 |
Kárahnjúkar og áhættan sem við blasir Þann 4. apríl 2005 samþykkti stjórn Landsvirkjunar samhljóða eftirfarandi ályktun:
Ekki er að efa að talsvert hefur gengið á í stjórninni og innan fyrirtækisins í aðdraganda þessarar samþykktar. Með henni viðurkennir forysta Landsvirkjunar andvaraleysi og ótrúleg mistök sem gerð hafa verið í aðdraganda ákvarðana um þessa 100 miljarða króna framkvæmd. Alcoa sem samið hefur um raforkukaup frá Kárahnjúkavirkjun frá vori 2007 hlýtur að ókyrrast í þeirri stöðu sem nú blasir við. Erfitt er að finna orð við hæfi til að lýsa þeim afglöpum og pólitísku gerræði sem ráðið hefur för í þessu stóriðjumáli frá upphafi. Landsvirkjun átti engan kost annan en svipta hulu af þeirri stöðu sem nú blasir við. Samþykkt stjórnarinnar gat ekki verið síðar á ferðinni en hún er ein og sér aðeins upphaf að löngu ferli þar sem komast verður til botns í því kviksyndi sem menn nú eru staddir í. Draga verður fram undanbragðalaust hverjir það eru sem bera ábyrgð á þeim hrikalegu mistökum sem við blasa, þó ekki væri nema til að læra af þeim til framtíðar. Ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir á
Austurlandi voru knúðar fram af pólitískri einsýni
og með offorsi sem á engan sinn líka í seinni
tíma sögu hérlendis. Forysta Framsóknarflokksins
setti sig að veði í þessu máli og allt varð
þar undan að láta. Ráðherrar umhverfis- og
iðnaðarmála í ríkisstjórn gengu glaðir
í verkin fyrir formann flokksins. Umhverfisráðherrann
sneri á haus efnislegri niðurstöðu úr umhverfismati.
Iðnaðarráðherrann þjónaði sem strengjabrúða
á leiksýningum austanlands. Þó gerðist
þetta ekki nema með eindregnum stuðningi Sjálfstæðisflokksins
og uppáskrift Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
sem borgarstjóra Reykjavíkur. Hún tryggði í
borgarstjórn meirihluta með Kárahnjúkaflokkunum
fyrir ábyrgð borgarinnar á lántökum Landsvirkjunar.
Samfylkingin endaði síðan með því að
ljá málinu yfirgnæfandi stuðning á Alþingi,
jafnt við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa við
Reyðarfjörð. Vinstrihreyfingin – grænt framboð
var eini flokkurinn sem stóð heill og óskiptur vaktina
gegn öllum þessum málatilbúnaði. Hverfi menn ekki frá mun óvissa fylgja sjálfum undirstöðunum
fyrir rekstri þessa tvíþætta áhættufyrirtækis
Landsvirkjunar og Alcoa. Það er bágt fyrir heilan landshluta
að vera festur upp á slíkan þráð um
langa framtíð. Hjörleifur Guttormsson |