Hjörleifur Guttormsson 11. maí 2007

Hver verður uppskera kjördagsins?

Kjósendur á Íslandi hafa valdið 12. maí. Þeirra er að veita svör við stórum spurningum og skera úr um framtíðarstefnu fyrir land og þjóð og ákveða jafnframt hvernig rödd Íslands eigi að hljóma í heiminum næstu árin.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur talað skýrri röddu allt síðasta kjörtímabil

  • með umhverfis- og náttúruvernd
  • með fjölbreytni í atvinnuþróun í stað stóriðjustefnu
  • fyrir samfélagslegu jafnrétti og kvenfrelsi
  • fyrir jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins
  • fyrir friðsamlegri sambúð þjóða í stað árásarstefnu.

Rödd fimm þingmanna Vinstri grænna á Alþingi hefur verið ótrúlega öflug og undir hana hefur verið tekið af þúsundum um allt land. En boðskapur flokksins hefur ekki náð að hafa mótandi áhrif á landstjórnina sem stefnt hefur í allt aðra átt.

Á þessu þarf að verða breyting en til þess þarf afl sem kjósendur geta veitt með atkvæði sínu. Óskamarkmið er að fella ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem hér hefur verið við völd í 12 ár samfleytt og farið illa með vald sitt á mörgum sviðum.

Hernaðinum gegn landinu þarf að linna. Jöfnuður þarf að nást í samskiptum einstaklinga í stað sívaxandi ójafnaðar.  Sóknarfærin eru mörg og unnt er að bægja frá óheillavænlegum breytingum í umhverfi okkar sé ráð í tíma tekið.

Um þetta eigum við val, hver og einn með atkvæði sínu á kjördag. Ég bið um stuðning þinn við græna framtíð og sjálfbæra þróun.

Svarið er einfalt og gjöfult sé valið rétt og fjölgað svo um muni þingmönnum Vinstri grænna.



Hjörleifur Guttormsson

 

 


Til baka | | Heim