Hjörleifur Guttormsson 8. apríl 2008

Þáttastjórnandi dregur dár að Al Gore
Birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 2008

Það fór vel á með þeim Agli Helgasyni þáttastjórnanda og Glúmi Jóni Björnssyni efnafræðingi í Silfri Egils síðasta sunnudag, 6. apríl. Þeir hjálpuðust dyggilega að við að slátra ómerkingnum honum Al Gore af tilefni heimsóknar hans hingað til lands með sérstakri vísan í kvikmynd hans Inconvenient truth. Egill gaf upp boltann fyrir efnafræðinginn sem hljóp um víðan völl og fræddi menn um að allt tal um hlýnun jarðar af mannavöldum væri bull og vitleysa. Enginn væri heldur að gera neitt í þessu og enginn réði hvort eð er við loftslagsbreytingar. Bandaríkin sem standi utan við Kyótóbókunina mengi ekkert meira en gömlu Evrópusambandsríkin. Allt sé þetta hræðsluáróður umhverfisverndariðnaðarins. – Egill tók undir að í þessum „trailer“ séu tómar vitleysur eins og um mikla hækkun sjávarborðs og illa gert að tengja slíkt við sannleika eða „truth”. Örugglega sé boðskapurinn stórlega ýktur og Al Gore sé hér líklegast í hlutverki „Scharlatans”.
            Vissulega eru þeir félagar frjálsir að því að vefengja niðurstöður og spár sem alþjóðasamfélagið tekur nú gildar og almennt er litið á að feli í sér ögurstund fyrir mannkynið og líf á jörðinni. Hitt er lakara að virtur þáttastjórnandi skuli leggjast á sveif með öflum sem vilja láta reka á reiðanum og stinga höfðinu í sandinn.



Hjörleifur Guttormsson

 

 


Til baka | | Heim