Hjörleifur Guttormsson | 30. júní 2010 |
Fjármálaeftirlitið sem brást svo hörmulega Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis leiðir margt í ljós þótt mörgum stórum spurningum sé enn ósvarað um orsakir hrunsins haustið 2008 og þátt einstaklinga og stjórnkerfisins. Í 5. hefti af skýrslu nefndarinnar er m.a. fjallað um löggjöf um fjármálamarkaðinn og áhrif aðildar Íslands að EES. Fjármálaeftirlitið sem kom til sögunnar með setningu laga nr. 87/1998 var sú stofnun sem mest ábyrgð hvíldi á um eftirlit með fjármálastarfsemi og hafði margháttaðar valdheimildir til inngripa. Yfir stofnunina er sett þriggja manna stjórn sem fylgjast skal með starfsemi og rekstri eftirlitsins og er formaður hennar skipaður af viðskiptaráðherra. Forstjóri eftirlitsins frá árinu 2005–2009 var Jónas Fr. Jónson og formaður stjórnar frá ársbyrjun 2008 var Jón Sigurðsson hagfræðingur og fyrrum ráðherra. Ræturnar í EES-samningnum eð setningu laga á árinu 1993 um viðskiptabanka og sparisjóði og aðrar lánastofnanir voru innleiddar ýmsar tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn. Með þeim voru felldar niður ýmsar takmarkanir á umsvif þessara stofnana samkvæmt eldri lögum. Aðalbaráttumenn fyrir EES-samningnum hérlendis voru þáverandi ráðherrar Alþýðuflokksins Jón Hannibalsson utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er ítrekað vakin athygli á að umræddar tilskipanir ESB fólu í sér lágmarkssamræmingu um stofnun og rekstur lánastofnana en bönnuðu hins vegar ekki aðildarríkjum að viðhalda eða setja sér strangari reglur. Þessi möguleiki var hins vegar ekki nýttur heldur voru ákvæði viðkomandi tilskipananna yfirtekin að mestu óbreytt. Rannsóknarnefndin telur ástæðuna hafa verið „að íslensk stjórnvöld töldu að slík löggjöf myndi draga úr samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja“ svo og að hagsmunasamtök og stjórnendur beittu sér gegn því að strangari kröfur yrðu til þeirra gerðar. (hefti 5, s. 10–12). – Það er reyndar frekar regla en undantekning að íslensk stjórnvöld gerist kaþólskari en páfinn þegar um yfirtöku ESB-tilskipana er að ræða og þyrfti að skoða þann þátt sérstaklega. Mat forstjórans í ágúst 2008 Í skýrslu Rannsóknarnefndar kemur fram að Fjármálaeftirlitinu er ekki aðeins ætlað að sjá til þess að formlegum lagafyrirmælum sé framfylgt „heldur einnig að því hvort starfsemi sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.“ (hefti 5. s. 51–52) Til þess að stofnunin ræki slíkt hlutverk þurfa starfsmenn og stjórn hins vegar að halda vöku sinni. Um það bera eftirfarandi ummæli Jónasar Fr. Jónsonar forstjóra fyrir Rannsóknarnefndinni 6. ágúst 2009 ekki vott, en þar var hann spurður hvort FME hafi á árinu 2008 verið búið að koma auga á veikleika Landsbankans:
Engir stjórnarfundir sumarið 2008 Af skýrslu Rannsóknarnefndarinnar verður ekki séð að stjórn FME hafi haft þyngri áhyggjur en forstjórinn af ástandi og horfum. Um þetta segir m.a. varðandi árið 2008:
Fram kemur að Jón Sigurðsson stjórnarformaður FME hafi beitt sér fyrir fundum með bankastjórum m.a. um þann kost að færa starfsemi erlendra útibúa yfir í dótturfélög. „Að mati Jóns hefði Fjármálaeftirlitið hins vegar ekki haft neina heimild til að krefjast þess að bankinn gripi til þessara aðgerða.“ (s. 167) Ekkert kemur fram um frumkvæði af hans hálfu til að afla slíkra heimilda. Hjörleifur Guttormsson |