Náttúruverndarsamtök Austurlands – NAUST | 20. janúar 2000 |
NAUST kærir úrskurð en styður frekara mat Náttúruverndarsamtök Austurlands – NAUST hafa kært til umhverfisráðherra úrskurð skipulagsstjóra ríkisins frá 10. desember 1999 um 480 þúsund tonna álver á Reyðarfirði. Aðalkröfur samtakanna eru:
NAUST er sammála þeirri meginniðurstöðu í úrskurði skipulagsstjóra að setja beri 480 þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði í frekara mat á umhverfisáhrifum. Samtökin draga hins vegar í efa að meintur framkvæmdaaðili, Hraun ehf, sem lagði fram frummatsskýrslu uppfylli skilyrði laga. Einnig telja samtökin að grundvöllur sé brostinn undir lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum vegna vanrækslu stjórnvalda að endurskoða lögin. Með aðalkröfu sinni um heildstætt mat á öllum ráðgerðum stóriðjuframkvæmdum eystra, bæði álverksmiðju, virkjunum og raflínum, vilja Náttúruverndarsamtök Austurlands tryggja að skýr heildarmynd fáist af áhrifum þessara framkvæmda áður en ákvarðanir eru teknar og almenningi gefist kostur á athugasemdum miðað við fyrirætlanirnar í heild sinni. Ítarleg greinargerð fylgir kærukröfunum, undirrituð af Hjörleifi
Guttormssyni, sem stjórn NAUST hefur falið að gæta réttar samtakanna
í tengslum við þetta kærumál. Veitir hann nánari upplýsingar um málið
í síma 553 91 00 eða GSM 897 50 95. Kæru NAUST getið þið lesið í heild hér Kæra NAUST til umhverfisráðherra 19. janúar 2000 Fréttatilkynning frá stjórn NAUST |