Hjörleifur Guttormsson | 27. apríl 2007 |
Orkuverð til stóriðju: Aflétta verður leyndinni Um helgina skrifaði Indriði H Þorláksson hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri meitlaðar greinar í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Auðlindir og arður (Sjá Mbl. 22. og 23. apríl). Ríkisútvarpið átti síðan viðtal við hann í hádegisfréttum 25. apríl. Indriði er rökfastur og í málflutningi hans felst hörð gagnrýni á þá stefnu stjórnvalda sem Finnur Ingólfsson innleiddi 1995 og Landsvirkjun hefur fylgt síðan að gefa ekki upp orkuverð í stóriðjusamningum. Undirritaður hefur áður bent á að samkeppnissjónarmið séu fyrirsláttur einn og með leyndinni séu núverandi valdhafar að komast undan upplýstri umræðu um stóriðjustefnuna. Um stöðu mála segir Indriði m.a.:
Indriði leiðir líkur að því að virðisaukinn sem eftir verði hérlendis af stóriðjuni sé ekki mikill og hafi líklega farið minnkandi á undanförnum árum. Öðru máli gegni hins vegar um verksmiðjur útlendinganna sem áreiðanlega séu reknar með hagnaði. Ef orka til stóriðju er seld undir heimsmarkaðsverði renni arður af auðlindinni, þ.e. raforkusölunni, til hinna erlendu fjárfesta. Biðröð álfyrirtækjanna eftir aðstöðu hérlendis bendi til að arðurinn renni til þeirra og þar með úr landi fremur en til þjóðarinnar. Um þetta segir Indriði m.a.:
Indriði bendir einnig réttilega á að sá stóri hluti landsmanna er gerir kröfu til þjóðareignar á auðlindum, í þessu tilviki til eignar á orkulindum og landi sem fer undir virkjanir, hljóti að eiga kröfu á að hulunni sé svipt af raforkuverðinu sem um er rætt hverju sinni. Sé orkuverðið ekki uppi á borðinu geti almenningur ekki tekið upplýsta afstöðu til ráðstöfunar á þjóðareigninni, hvort sem um sé að ræða fjárhaglegan hagnað af virkjunum eða yndisarð af ósnertu landi. Þessi athuglisverðu sjónarmið þurfa að fá sinn sess í umræðunni um stóriðjustefnuna og umfram allt fyrir alþingiskosningarnar 12. maí. Hjörleifur Guttormsson |